Húsfrúin Halldóra Ingibjörg eða Hadda
Jarþrúður Ragna & Jóhann Ágúst
Brjánslækur er á Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum. Þangað siglir ferjan Baldur frá Stykkishólmi. Margar náttúruperlur eru í nærumhverfinu, s.s Dynjandisfoss, Látrabjarg, Rauðisandur og svo Barðaströndin sjálf með sinni náttúrulegu baðströnd. Sundlaugar eru stutt frá sem og Hellulaug, náttúrulaug í Vatnsfirði. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir í nágrenninu.
Brjánslækur er staðsettur í minni Vatnsfjarðar sem er friðland og náttúruperla, árið 1974 var haldin þjóðhátíð Vestfirðingafjórðungs í Vatnsdal og sóttu um 10-13 þúsund manns þá hátíð sem flest allir gistu í tjöldum. Seld eru veiðileyfi í Vatnsdalsvatn og er það inn í veiðikortinu svo allir sem vilja geta fengið að veiða.
Þorvarður Ragnar frændi
Jarþrúður Ragna
Salvar Þór
Jarþrúður Ragna
Á Brjánslæk býr ein fjölskylda. Amma, dóttir, tengdasonur, næst elsti sonurinn og þríburarnir.
Og auðvitað öll dýrin; sauðfé, hross, hundar, hænur
Svo ekki sé nú minnst á öll tækin og áhugamálin sem krakkarnir eru að stússast í alla daga, græjudella myndi einhver segja.
Þorkell Mar