top of page

Við fjölskyldan á Brjánslæk á Vestfjörðum bjóðum upp á bændagistingu í þremur herbergjum í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk sem var byggður árið 1912.

Allar helstu upplýsingar um gistinguna inn á Booking.com - Brjánslækur Gamli bærinn.

Opnum 10.júní 2021

 

En við tökum við pöntunum í gistingu í gegnum síma:

860-7333 – Halldóra,

824-3108 – Jóhann

 

En einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið brl2@simnet.is

Verð per nótt kr. 15.000 m/morgunmat

morgunmatur er frá 8:00 - 10:00 virkadaga og

frá 8:30 - 10:00 um helgar

m.v. pöntun beint hjá okkur.

 

Við erum aðilar að Beint frá býli og hægt er að koma og kaupa allskyns góðgæti á grillið sem framleitt er úr lamba og ærkjöti.

gisting.jpg

Einnig erum við með í sama húsi fróðleik um Hrafna Flóka, sem var “frægur” fyrir að gefa Íslandi nafn sitt, en Flókatóftir eru rétt hjá Brjánslæk, nálægt höfninni. Þar eru mannvistaleifar síðan 830-890, en það er á því tímabili sem talið er að Flóki hafi verið hér á landi.

Brjánslækur er á Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum. Þangað siglir ferjan Baldur frá Stykkishólmi. Margar náttúruperlur eru í nærumhverfinu, s.s Dynjandisfoss, Látrabjarg, Rauðisandur og svo Barðaströndin sjálf með sinni náttúrulegu baðströnd. Sundlaugar eru stutt frá sem og Hellulaug, náttúrulaug í Vatnsfirði. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir í nágrenninu.

Brjánslækur er staðsettur í minni Vatnsfjarðar sem er friðland og náttúruperla, árið 1974 var haldin þjóðhátíð Vestfirðingafjórðungs í Vatnsdal og sóttu um 10-13 þúsund manns þá hátíð sem flest allir gistu í tjöldum. Seld eru veiðileyfi í Vatnsdalsvatn og er það inn í veiðikortinu svo allir sem vilja geta fengið að veiða.

bottom of page