Kaffihúsið í Gamla bænum
Opnunartímar eru frá 11:00 - 18:30
alla daga frá 15.júní - 14.ágúst
Vonumst til að sjá sem flesta
Við fjölskyldan höfum náð þeim áfanga að opna kaffihús í gamla bænum á Brjánslæk, og höfum þar í boði kaffi og allskonar kruðerí.
Einnig höfum við opnað nýja sýningu um Hrafna Flóka með allskonar fróðleik um hann og ferðir hans til Íslands, og auðvitað er Surtarbrandssýningin á sínum stað í kjallaranum.
Með litla kaffihúsinu erum við með upplýsinga og fræðslusýningu Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil sem er staðsett fyrir ofan bæinn og hægt er að fara í gönguferð upp í gilið í fylgd með landverði!, þar finnast sérstakir plöntusteingerfingar sem að eru þekktir á heimsvísu.
Einnig erum við með í sama húsi fróðleik um Hrafna Flóka, sem var “frægur” fyrir að gefa Íslandi nafn sitt, en Flókatóftir eru rétt hjá Brjánslæk, nálægt höfninni. Þar eru mannvistaleifar síðan 830-890, en það er á því tímabili sem talið er að Flóki hafi verið hér á landi.